top of page

Viltu fara til Íslands og deyja?

Writer: Grace AchiengGrace Achieng


Í frum­kvöðlasetr­inu The Innovati­on Hou­se á Eiðis­torgi er hin ken­íska Grace Achieng með litla skrif­stofu þar sem tísku­fyr­ir­tæki henn­ar Gracelandic er með aðset­ur. Grace tek­ur á móti blaðamanni sem virðir fyr­ir sér full­ar slár af kjól­um, skyrt­um og sam­fest­ing­um sem þar hanga, allt úr fín­asta hrásilki eða hör. Föt­in eru öll hönnuð af Grace, fram­leidd í Tyrklandi og Rúm­en­íu. 


Hjóna­band eft­ir þrjá daga

Þegar Grace var 25 ára og bjó enn í Ken­ía, kynnt­ist hún ís­lensk­um manni á stefnu­mót­asíðu. Hann lagði síðan leið sína til Ken­ía að hitta hana. Ekki liðu nema þrír dag­ar þar til þau giftu sig.

„Við gift­um okk­ur eig­in­lega án þess að ég hafi planað það,“ seg­ir Grace og seg­ir sög­una af þess­ari snöggu gift­ingu.

„Þegar hann kom til Ken­ía fór hann að spyrja mig um lög­in varðandi gift­ing­ar en ég hafði enga hug­mynd um þau. Ég spurði vin minn hvort hann vissi eitt­hvað en hann vissi ekk­ert held­ur. Hann hringdi svo í mig og sagði mér frá vini sín­um sem vann hjá sýslu­manni og benti okk­ur á að við gæt­um farið til hans til að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar. Við mætt­um og vor­um allt í einu kom­in í röð fólks sem var að gifta sig. Við viss­um það ekki, en þegar við áttuðum okk­ur á því horfðum við hvort á annað og spurðum: „Eig­um við kannski bara að gifta okk­ur?““ 


„Ég sagði eng­um frá þessu í byrj­un, ekki vin­kon­um eða mömmu og pabba. En svo fór­um við í ferðalag og keyrðum heim til mömmu og pabba viku eft­ir gift­ing­una. Mamma varð svo brjáluð,“ seg­ir hún kím­in á svip.

„Ég var skot­in í hon­um en þekkti hann ekki neitt, en við vor­um bæði mjög hvat­vís og þetta var skyndi­ákvörðun. Þetta var árið 2010 og Eyja­fjalla­jök­ull ný­bú­inn að gjósa og mamma spurði mig hvort ég vildi fara til Íslands og deyja,“ seg­ir hún og hlær dátt.


Inni­lok­un­ar­kennd á Sauðár­króki

Þrem­ur mánuðum síðar flaug Grace til Íslands með nýja eig­in­mann­in­um og flutti beint á Sauðár­krók, hans heima­bæ.

„Það var mjög skrítið að búa svona úti í sveit. Ég fékk strax inni­lok­un­ar­kennd og ég fann mig ekki þarna. Ég vaknaði á morgn­ana um­lukin fjöll­um og datt niður í djúp­an dal. Sam­bandið var mjög erfitt, fyr­ir okk­ur bæði, en ég var ekki að aðlag­ast þessu sveitaþorpi, kom­andi úr stór­borg­inni Mombasa,“ seg­ir hún.

Hér má sjá gamla mynd af Grace með systkin­um sín­um, en hún er í hvít­um kjól lengst til hægri.




„Fólk talaði í kring­um mig en ég skildi ekki ís­lensku og fannst þetta frek­ar skrítið og lífið var allt mjög erfitt. Ég fékk vinnu í fisk­vinnslu og var þar í nokkra mánuði. Ég vildi bara snúa við og fara heim, en fljót­lega skildi ég við hann og fór til Reykja­vík­ur. Það var auðvelt fyr­ir mig að ganga út úr þessu sam­bandi því ég hafði upp­lifað óstöðug­leika sem barn og vissi hvað ég vildi. Ég fór til Reykja­vík­ur og fékk hjálp við að finna vinnu því mig langaði að vera leng­ur hér. Ég vann alls kon­ar lág­launa­störf en mig langaði mest að vinna í tískuiðnaði því þegar ég var ung­ling­ur í Ken­ía var ég strax byrjuð í viðskipt­um og fannst það gam­an. Sex­tán ára göm­ul hafði ég safnað vasa­pen­ingi sem ég átti að nota í strætó og fór á úti­markaði og keypti föt og seldi síðan skóla­systr­um mín­um. Mér fannst svo gam­an að sjá hvernig fólki leið þegar það fékk fal­leg föt,“ seg­ir hún.

„Í há­skól­an­um í Mombasa hafði ég stund­um verið að vinna sem stílisti til að vinna mér inn smá pen­ing. Þannig að þó ég hafi lært markaðsfræði langaði mig að vinna í ein­hverju sem tengd­ist tísku en fékk ekki vinnu í þeim geira. Ég fór svo að vinna á leik­skóla og vann þar mjög lengi en fannst alltaf eitt­hvað vanta. Mig langaði í áskor­un og ég var föst; þetta var ekki það sem mig langaði að gera.“


Vildi vera hluti af lausn­inni




„Ég keypti mér sauma­vél og efni og byrjaði að skoða YouTu­be og Pin­t­erest og alls kon­ar síður sem kenndu mér að sníða, skera og sauma. Ég fór líka á nám­skeið til að læra að koma mín­um hug­mynd­um á fram­færi. Mér fannst mig vera að dreyma; að þetta væru bara draumór­ar, en á þess­um tíma átti ég lítið barn,“ seg­ir Grace en hún var í sam­búð með ís­lensk­um manni í þrjú ár og eignaðist með hon­um dótt­ur­ina Tönju sem í dag er þrett­án ára.

Grace á eina þrett­án ára dótt­ur, Tönju.

„Ég vissi að ég þurfti að sjá fyr­ir mér og dótt­ur minni og átti í raun að vinna bara níu til fimm en leið ekki vel. Árið 2020 ákvað ég að stökkva út í djúpu laug­ina og stofnaði fyr­ir­tæki því ég vissi að ef ég myndi ekki stofna það, myndi ég ekki taka það al­var­lega. Ég stofnaði þá Gracelandic,“ seg­ir Grace, en strax árið 2015 hafði hún hannað míní-línu og komst með föt­in á sýn­ingu; föt sem hún hannaði sjálf og saumaði.

„Þá vissi ég að ég vildi gera þetta og skráði fyr­ir­tækið form­lega árið 2020 og fór að gera markaðsrann­sókn­ir. Þannig lærði ég meira um tísku­brans­ann og um „slow fashi­on“ og fann að ég vildi hafa mína tísku þannig. Ég hafði alltaf verið að teikna eitt­hvað meðfram vinnu minni á leik­skóla og fór svo að vinna með graf­ísk­um hönnuði sem breytti teikn­ing­um mín­um og setti á tölvu­tækt form. Á þess­um tíma var ég hætt að vinna á leik­skóla en ég lenti í bíl­slysi og gat nýtt smá bæt­ur til að lifa af og vinna að fyr­ir­tæk­inu. Í júlí 2021 opnaði ég svo form­lega Gracelandic á net­inu,“ seg­ir Grace, en þess má geta að hún kláraði BA-próf í ís­lensku sem annað mál. Í dag er hún í starfs­námi hjá Advania og í fullu meist­ara­námi í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum. Grace er með gíf­ur­lega gott vald á ís­lensku og tal­ar afar fal­legt mál.



„Hjá Advania er ég að skrifa sjálf­bærni­skýrsl­ur og vinn í öllu sem teng­ist sjálf­bærni og hringrás­ar­kerf­um. Ég vinn líka á net­inu við Gracelandic og tek hér á móti kon­um sem vilja koma í mát­un. Það er nóg að gera! Svo er ég stjórn­ar­kona í FKA, Fé­lagi kvenna í at­vinnu­líf­inu. Mér finnst alltaf gam­an að vera í fleira en einu í einu.“

„Í fyrra út­skrifaðist ég með BA í ís­lensku sem annað mál. Til þess að geta talað vel, fannst mér ég verða að fara í námið því þótt það séu til alls kon­ar nám­skeið og alls kon­ar öpp, þá kenna þau manni aldrei að tala ís­lensku nógu vel. Þetta var góð leið til að læra rit­mál, tal­mál og sögu Íslands,“ seg­ir hún.


Verk­efna- og ár­ang­urs­drif­in

Grace fann fljótt að hún vildi kynn­ast kon­um í frum­kvöðlastörf­um og í at­vinnu­líf­inu. Ein­hver benti henni á FKA og sótti hún þá um að ger­ast meðlim­ur.

„Ég byrjaði strax að mæta á viðburði og það var svo gam­an. Fólk var svo opið og ég fékk strax mentor. Ég lærði mjög margt í viðskipt­um og markaðssetn­ingu við að vera í þessu um­hverfi og það víkkaði minn sjón­deild­ar­hring,“ seg­ir hún.

„Ég kynnt­ist fullt af ís­lensk­um kon­um en það var líka nefnd fyr­ir kon­ur af er­lend­um upp­runa, en hún var ekki virk. Þannig að ég bara ákvað að gera eitt­hvað, fyrst við átt­um þenn­an vett­vang. Ég fann kon­ur og setti sam­an hóp og var val­in formaður nefnd­ar­inn­ar. Síðan þá hafa fleiri kon­ur bæst við og nefnd­in tók flugið og er nú mjög virk. Ég er núna í aðal­stjórn FKA,“ seg­ir hún.



„Þó ég sé nú í um­hverf­is- og auðlinda­fræði og langi að fá starf við hæfi að loknu námi, ætla ég líka að halda áfram með Gracelandic. Ég stefni einnig að því að veita fyr­ir­tækj­um ráðgjöf um sjálf­bærni og lífs­fer­ils­grein­ingu, hjálpa þeim að inn­leiða sjálf­bær­ar lausn­ir og draga úr um­hverf­isáhrif­um sín­um. Ég er svo verk­efna- og ár­ang­urs­drif­in. Mig lang­ar að vera með alls kon­ar verk­efni til að vinna að. Afi minn og frænka mín eru mín­ar fyr­ir­mynd­ir en þau voru mjög far­sæl og voru alltaf með margt í gangi í einu, þó þau hafi komið úr mjög erfiðu um­hverfi og séu alin upp í fá­tækt. Þau létu það ekki stoppa sig. Ég er eins. Ég er opin fyr­ir tæki­fær­um.“

Ítar­legt viðtal er við Grace Achieng í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina.


Lesa hér:

 

 
 
 

Komentáře


bottom of page