top of page

Sjálfbær tíska: Markaðssetningarbrella eða lykillinn að bættri framtíð?

Writer: Grace AchiengGrace Achieng

Updated: Jan 6, 2023

Á síðustu árum hafa umhverfissjónarmið og samfélagsmál almennt unnið sér stærri sess í umræðunni og í kjölfarið hafa mörg fyrirtæki stigið skrefi í átt að sjálfbærari framleiðslu og viðskiptum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru eitt dæmið um þessa vakningu. Heimurinn er smám saman að átta sig á því að ef við höldum áfram að ganga á auðlindir jarðarinnar jafn hratt og við erum að gera núna munu þær þrjóta að lokum.


Gracelandic Model on floaty position

Þessari vakningu fylgja ýmsar áætlanir um leiðir til að takast á við þessi vandamál og ein þeirra snýr að fata og tískuiðnaðinum, svokölluð Sjálfbær tíska. En þessu átaki fylgja nokkrar spurningar

1. Breyta þessar áætlanir einhverju?

2. Er þetta einungis markaðsbrella til að auka vinsældir ákveðinna vörumerkja eða hefur það í alvöru jákvæðar breytingar fyrir jörðina og bjargar framtíð okkar?


Enn sem komið er þá er ekki til algjörlega afgerandi svar, matið verður alltaf huglægt. En þrátt fyrir það er ljóst að ef þessi sjálfbæra tíska verður í alvörunni sjálfbær munu verða breytingar til góðs.


Hvað meinarðu með að sjálfbær tíska verði í alvörunni sjálfbær?


Raunveruleikinn er því miður sá að það eru fyrirtæki sem hafa misnotað hugtakið um sjálfbæra tísku. Því hefur verið flaggað til þess eins að auka vinsældir, til að ná forskoti í samkeppni og gefa þá ímynd að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg þrátt fyrir að þessi sömu fyrirtæki séu enn að nota eitruð litarefni, borga starfsfólki skammarlega lág laun í þrælkunarvinnu. Allt til þess að standa undir kröfum tískuheimsins um sem ódýrastan tískufatnað. Sannleikurinn er sá að það að auglýsa þátttöku í gróðursetningu er vissulega gott og blessað og er jákvætt fyrir ímynd fyrirtækja en ef þau halda áfram mikilli plastnotkun, sóa vatni og stunda þrælkunarvinnu þá telst það fyrirtæki ekki sjálfbært.


Hugsunin á bakvið þessi skrif er einfaldlega til að auka á meðvitund fólks. Þegar þú verslar við tískufyrirtæki sem stimplar sig sem sjálfbært, prófaðu að fletta því upp á netinu og gerðu þína eigin athugun. Þannig getum við verið vissari um að rétt sé staðið að hlutunum og stutt þá sem eru í raun að berjast fyrir þessum verðuga málstað. Það er nefnilega mikilvægt að við áttum okkur á því hversu mikið sjálfbærari framleiðsla getur breytt heiminum.


Sjálfbær framleiðsla fatnaðar felur í sér minni vatnsnotkun, eins og stendur er tískuiðnaðurinn einn sá vatnsfrekasti í heimi og ábyrgur fyrir gríðarlegri sóun og mengun á vatni og því fylgja fjölmörg umhverfisleg vandamál.


Sjálfbær tíska kallar einnig á sanngjörn laun og heilbrigðar vinnuaðstæður fyrir verkafólk. Tískuiðnaðurinn hefur orð á sér fyrir að notfæra sér ástandið í fátækustu samfélögum heims með því að ráða fólk þrælkunarvinnu til þess eins að auka hagnað sinn. Sjálfbær framleiðsla getur breytt lífi þessa fólks til hins betra.



https://youtu.be/68CfQCo29v8



Comments


bottom of page