top of page
Writer's pictureGrace Achieng

SJÁLFBÆR LÍFSTÍL

Fréttabréf



Gracelandic ehf. Reykjavík, 24. Mai 2021.




Grace Achieng


Gracelandic er nýtt tískuvörumerki sem kynnir nú með stolti fyrstu vörulínu sína fyrir sumarið 2021, sem ber heitið „Don´t try“.


Vörulínan okkar samanstendur af kvennfatnaði og fylgihlutum sem byggja á sjálfbærum lífstíl og einfaldleika. Mig langaði að hanna vörulínu sem væri einföld, praktísk og gæti gengið við hvaða tilefni sem er. Línan var öll hönnuð á meðan heimsfaraldrinum stóð og höfum við haft að leiðarljósi að Gracelandic geri konum kleift að líða vel og líta vel út, en á sama tíma að sinna samfélagslegri ábyrgð.


''Öll vörulínan er hönnuð með það í huga að viðskiptavinurinn getur raðað fatnaði og fylgihlutnum saman eftir eigin höfði, smekk og tilefni. Hönnunin byggir undir einfaldan og persónulegan stíl, frekar en að ýta undir þörfina fyrir að eiga fullan fataskáp af fatnaði og fylgihlutum fyrir ólík tilefni."


Gracelandic byggir á sjálfbærni Gracelandic hefur það markmið að bjóða upp á tískuvörur sem byggja á sjálfbærni og er okkur mjög umhugað um velferð samstarfsaðil og umhverfið. Gagnsæi og sanngirnisvottun (fair trade) er grunnforsenda fyrir allri okkar framleiðslu, allt frá hönnun til sölu. Ástríða okkar liggur í hugmyndafræðinni um að velgengi fyrirtækja geti skapað virði fyrir alla eða á þrjá vegu, fyrir fólk, jörðina og fyrirtækið (The triple bottom line).


''Það er von okkar að sjáflbærni fái aukið vægi á næstu árum og verði lífstíll til framtíðar.“


Ég starfa með óháðum félagasamtökum (Non-Governmental Organisation) í Kenýa og rennur hluti af hagnaðinum til þeirra. Þegar þú kaupir vörur frá Gracelandic færðu gæði á hagstæðu verði, þú gefur til baka til samfélagsins, þú styrkir #whomademyclothes hreyfinguna og verndar umhverfið.


Mitt markmið er að Gracelandic gefi af sér til framtíðar og stefni ég á að byggja barnaheimili í Kenýa og styrkja góðgerðarsamtök sem berjast fyrir hagsmunum barna og efla konur. Þú finnur frekari upplýsingar um vörurnar okkar og málefnin á gracelandic.com. Einnig bjóðum við þér að skrá þig á póstlistann okkar og tryggja þér þannig upplýsingar um forpantanir á sumarlínunni Don´t try.


Fylgdu okkur á Insta: @gracelandicofficial f: @gracelandic





2 views0 comments
bottom of page