Fréttabréf
Gracelandic ehf.
Reykjavík, 31. Aug 2021.
Sjálfbær tíska
Okkur langar að tala um sjálfbæra tísku og leiðir til þess að þú getir byggt upp þinn eiginn sjálfbæra fataskáp.
Til að byrja með skulum við velta fyrir okkur hvað sjálfbær tíska er og skoða svo nokkur hagnýt ráð sem hjálpa þér við að gera fataskápinn þinn meira sjálfbæran.
Hvað er sjálfbær tíska?
· Sjálfbær tíska er vítt hugtak sem nær yfir framleiðslu, sölu og notkun á fatnaði, skóm og fylgihlutum með samfélagslegaábyrgð að leiðarljósi. Þetta er hreyfing sem knýr vonandi fram breytingu í tískuheiminum, auk þess að leggja sitt á vogarskálarnar hvað varðar bætt umhverfissjónarmið og siðferði.
· Sjálfbær tíska felur einnig í sér að fólk sé meðvitað um notkun sína á vörum og líftíma þeirra. Hugtakið tekur tillit til margra hagsmunaaðila hér á jörð, ekki einungis til notenda og framleiðenda heldur allra lifandi vera sem lifa hér nú, sem og þeirra sem munu vera hér í framtíðinni.
· Sjálfbærni er orðið þekkt hugtak í tískuheiminum í dag en þó er enn óskýrt hvernig við getum sjálf tamið okkur sjálfbæran lífstíl í okkar daglega lífi. Það er þó skiljanlegt að þetta þyki ruglingslegt ef tekið er tillit til allra þeirra hugtaka sem eru notuð í dag í kringum sjálfbæra tísku.
Hvernig byggir þú upp sjálfbæran fataskáp?
Eftirfarandi ráð gætu auðveldað þér vegferðina við að byggja upp þinn sjálfbæra fataskáp. 1. Leggðu skyndikaupin á hilluna
Þú þarft að hætta að versla vörur einungis vegna þess að þær eru fallegar. Þú þarft að vanda valið og velja alltaf besta valmöguleikann. Spurðu þig nokkurra spurninga: Ætlar þú að nota flíkina við mörg tilefni? – Hversu líklegt er að þú fáir leið á flíkinni eftir eitt skipti? Hefur flíkin mikla notkunarmöguleika og fer hún vel með öðrum flíkum?
Ef þú hefur þessar spurningar í huga, verður auðveldara fyrir þig að velja sjálfbærar vörur. Mundu að þú vilt frekar fjárfesta í langtímanotkun og auðvitað jákvæðri þróun.
2. Keyptu það sem heillar þig, ekki endilega það sem er í tísku
Við eigum það öll til að missa okkur þegar kemur að tískustraumum. Vandamálið við tískustraumana er hinsvegar að þeir hverfa á jafn skjótan máta og þeir koma og eftir situr þú með flík sem þú munt líklega aldrei nota aftur. Finndu þinn stíl sem einkennir þig og haltu þig við hann, tískuvörur geta beðið. Haltu þig við föt sem þér líður vel í og auka sjálfstraust þitt. Með þessari aðferð munt þú ekki versla fatnað sem þú munt sjá eftir síðar og líklega muntu nota flíkurnar til lengri tíma en áður.
3. Gæði ofar öllu
Lykilatriði til þess að breyta fataskápnum þínum í sjálfbærann, er að leggja áherslu á gæði. Ástæðan er að gæðafatnaður mun endast þér í langan tíma. Þú ættir einnig að velja náttúruleg efni, eins og bómull, silki, lín, rayon, bambus o.s.frv. Þessi efni eru þæginleg og skaða ekki umhverfið.
4. Ábyrg kauphegðun
Vertu viss um að þú sért eingöngu að versla sjálfbær vörumerki. Farðu í rannsóknarvinnu og gerðu lista yfir öll sjálfbær vörumerki sem henta þínum fatastíl. Vertu þó vakandi fyrir fjölda vörumerkja sem segjast vera sjálfbær en eru það alls ekki í raunveruleikanum!
***Mikilvægt er að taka einungis eitt skref í einu. Mundu að þetta er vegferð og þú munt komst að lokum á leiðarenda.
Vonandi munu þessi ráð hjálpa þér í vegferðinni að velja sjálfbærar vörur í fataskápinn þinn. Segðu bless við heilu hrúgurnar af ónotuðum og gleymdum fötum, saman skulum við bjóða ábyrgari lífstíl velkominn!
Mundu að staðfesta skiptir máli og markmiðasetning hjálpar alltaf. Þú ert að gera frábæra hluti og hjálpar jörðinni okkar í leiðinni að lifa örlítið lengur!
Þú finnur frekari upplýsingar um vörurnar okkar og málefnin á www.gracelandic.com. Einnig bjóðum við þér að skrá þig á póstlistann okkar og fá 15% af fyrstu kaupum. Þu munnt einnig fá óvæntan glaðning frá okkur.
Fylgdu okkur á IG: @gracelandicofficial f: @gracelandic
コメント